Fréttir

Knattspyrna | 4. september 2005

Tap í undanúrslitum hjá 3. flokki

Stelpurnar í 3. flokki töpuðu í undanúrslitum Íslandsmóts á föstudag gegn GRV 0-1 og misstu þar með af úrslitaleiknum sjálfum.  Leikur okkar bar þess merki að stelpurnar voru á engan hátt tilbúnar í þennan leik.  Þrátt fyrir að byrja leikinn betur og eiga mjög gott færi datt leikur okkar niður.  Að sama skapi óx GRV-stúlkum ásmegin, þær fengu meira sjálfstraust og vildu leggja miklu meira á sig til að vinna leikinn.  GRV átti þennan sigur fyllilega skilinn og hefði sigur þeirra getað orðið stærri.  Anna Rún markvörður sá um að sú varð ekki raunin með mjög góðum leik.  Þrátt fyrir tapið geta okkar stelpur borið höfuð hátt og reistar í baki með árangur sinn á Íslandsmótinu í sumar.  Þær hafa verið feykilega góðar og náð árangri sem ekki margir höfðu trú á.  Þær eiga þó einn leik eftir sem er úrslitaleikur í bikarnum gegn liði Breiðabliks n.k.fimmtudag á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst leikurinn kl.17:30.

Mynd: Anna Rún átti stórleik í markinu

3. flokkur kvenna, GRV - Keflavík: 1-0
Keflavík:
Anna Rún, Bergþóra, Rebekka, Helga, Fanney, Helena, Birna, Eva, Sonja, Karen S., Karen H., Sigrún, Hildur, Jóna, Ingey, Ingibjörg