Ekki tókst að landa sigri í deildarbikarnum að þessu sinni en Skagamenn unnu úrslitaleikinn í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli. Pálmi Haraldsson kom ÍA yfir en Magnús Þorsteinsson jafnaði. Þetta var 11. mark Magnúsar í 10 leikjum í deildarbikarnum þetta árið. Skagamenn voru sterkari í vítaspyrnuekppninni og unnu 4-2. Þórður Þórðarson varði tvö víti og reyndar eitt í leiknum sjálfum frá Þórarni Kristjánssyni. Okkar menn voru að leika vel og lofar frammistaðan í deildarbikarnum góðu fyrir Íslandsmótið sem hefst 19. maí.