Þjálfararnir klárir
Undanfarnar vikur höfum við verið að setjast niður með þjálfurum og ræða um framtíðina og næstu skref. Það er óhætt að segja að það sé mikill hugur í okkar hópi.
Mynd: Helgi Jónas, Unnar, Gunnar, Guðlaugur, Jón Örvar, Eysteinn, Falur
Gunnar og Haukur þjálfarar m.fl. kvenna, framlengja við Keflavík til næstu tveggja ára
Stelpurnar okkar hafa staðið sig vel undanfarin ár en þær vilja og ætla sér meira. Gunnar Jónsson og Haukur Benediktsson hafa haldið vel utan um stelpurnar undanfarin ár og munu gera það áfram. Báðir eru þeir miklir fagmenn í því sem þeir gera og áhuginn gríðarlegur. Keflavík fagnar því að hafa náð samkomulagi við þá báða til næstu tveggja ára.
Unnar Stefán Sigurðsson þjálfari 2.fl. karla, famlengir við Keflavík til næstu tveggja ára
Strákarnir í 2. flokki eru rosalega mikilvægir fyrir Keflavík. Í þessum flokki eru leikmenn okkar að taka stóru skrefin. Því þarf að leggja mikla áherslu á umgjörð og stuðning við þessa leikmenn. Þetta er síðasta skrefið áður en leikmenn fara í meistaraflokkinn og þarf því að undirbúa leikmenn vel bæði andlega og líkamlega. Unnar þjálfari hefur mikla reynslu af því að vinna með strákum á þessum aldri og gerir það mjög vel. Hann nær vel til strákanna og hugsar bæði um andlega og líkamlega hlutann af leiknum. Keflavík fagnar því að hafa náð samkomulagi við Unnar til næstu tveggja ára.
Keflavík er að leita að aðstoðarþjálfara fyrir 2. flokkinn þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson hefur tekið við sem aðalþjálfari hjá Reyni Sandgerði.
Guðlaugur, Eysteinn, Ómar, Falur, Jón Örvar og Helgi munu sjá um m.fl. karla næstu tvö árin
Þjálfarateymið sem kom okkur upp í Pepsi deildina verður áfram til næstu tveggja ára. Helgi Jónas tekur við sem styrktarþjálfari af Guðjóni Árna sem tók við sem aðalþjálfari hjá Víði í Garði fyrr á árinu.
Guðlaugur Baldursson, Aðalþjálfari
Eystinn Hauksson, Aðstoðarþjálfari
Ómar Jóhannson, Markmannsþjálfari
Falur Helgi Daðason, Sjúkraþjálfari
Helgi Jónas Guðfinnsson, Styrktarþjálfari
Jón Örvar Arason, Liðsstjóri
Það er alveg á hreinu að þetta þjálfarateymi ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili. Keflavík fagnar því að hafa náð samkomulagi við alla þessa fagmenn.
Hér er viðtal við Jón Ben formann og Lauga þjálfara, sem Víkurfréttir tóku í vikunni.
Smellið hér: Keflvíkingar ætla að styrkja hópinn fyrir Pepsi-deildina
Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Keflavíkur, Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri