Þjóðhátíðarleikur 7. flokks
Lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 7. flokki pilta leika hinn árlega Þjóðhátíðarleik á Njarðvíkurvelli á morgun, 17. júní, og hefst leikurinn kl. 10:00. Við hvetjum fólk til að hefja þjóðhátíðardaginn með því að mæta á völlinn og hvetja yngstu knattspyrnumennina til dáða.