Fréttir

Knattspyrna | 19. júní 2005

Þjóðhátíðarleikur 7. flokks

Þjóðhátíð Reykjanesbæjar hófst kl. 10:00 með leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 7. flokki pilta.  Leikurinn var stórskemmtilegur á að horfa og ekki létu mörkin á sér standa því  honum lauk með jafntefli 5-5.  Í lokin fengu leikmenn beggja liða svo þátttökupening til minningar um þennan þjóðhátíðarleik.