Fréttir

Knattspyrna | 11. september 2006

Þökkum stuðninginn!

Það fór ekki framhjá áhorfendum að veðrið lék ekki beint við okkur á Keflavíkurvelli þegar Fylkismenn komu í heimsókn.  Þrátt fyrir það var það góður hópur Keflvíkinga sem mætti og hvatti liðið til dáða.  Forsvarsmenn meistaraflokks karla höfðu samband við heimasíðuna og vildu koma á framfæri þökkum frá leikmönnum, þjálfurum og liðstjórum liðsins til stuðningsmanna okkar fyrir að mæta svo vel í þessu leiðindaveðri.  Þið voruð frábær eins og venjulega og þjálfarinn okkar, hann Kristján, átti ekki orð yfir mætingunni.  Við hlökkum til síðasta heimaleiks okkar gegn Val laugardaginn 16. september kl. 16.00 og við sjáumst þá og vonandi í betra veðri.  Takk fyrir okkur.


„Takk fyrir þetta en nú skulum við öll drífa okkur inn í hlýjuna!“
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)