Þór - Keflavík á mánudag kl. 19:15
Okkar menn heimsækja Þór á Akureyri í 11. umferð Pepsi-deildarinnar og þar með lýkur fyrri umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á Þórsvellinum mánudaginn 18. júlí kl. 19:15. Eins og stundum áður þurfa bæði lið á stigunum að halda enda eru Þórsarar í neðri hluta deildarinnar en Keflavík í erfiðum miðjupakka. Fyrir umferðina er Keflavík í 7.-8. sæti deildarinnar með 14 stig en Þór er í 9.-10. sæti með 8 stig. Dómari leiksins verður Örvar Sær Gíslason, aðstoðardómarar þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Sverrir Gunnar Pálmason en eftirlitsmaður KSÍ er Bragi Bergmann.
Keflavík og Þór hafa leikið 22 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1977 og síðast árið 2002. Keflavík hefur unnið átta leikjanna, níu sinnum hefur orðið jafntefli en Þór hefur unnið fimm leiki. Markatalan er 40-33 fyrir Keflavík. Stærsti sigur Keflavík er 5-2 sigur árið 1993 og það er jafnframt mesti markaleikur liðanna í efstu deild. Þórsarar hafa mest unnið Keflavík með tveggja marka mun. Einn leikmaður sem nú er í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn Þór í efstu deild, Magnús Þorsteinsson skoraði eitt mark gegn Þórsurum árið 2002.
Liðin mættust 4 sinnum í næstefstu deild á árin 1991 og 2003. Þór vann tvo leikjanna en hinum tveimur lauk með jafntefli. Markatalan í B-deildinni er 6-9 fyrir Þór.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum í bikarkeppni KSÍ, árin 1987, 1991, 1993 og 2009. Þór vann tvo fyrstu leikina eftir vítaspyrnukeppni en Keflavík vann tvo þá síðari. Markatalan er 6-4 fyrir Keflavík.
Það hefur ekki verið mikill samgangur milli félaganna tveggja í gegnum árin. Kristján Guðmundsson þjálfaði reyndar bæði liðin á sínum tíma og Pétur Heiðar Kristjánsson er nú í herbúðum Þórs en hann lék með Keflavík árið 2007. Áður höfðu Óli Þór Magnússon og Ólafur Pétursson leikið með báðum þessum félögum.
Úrslit í leikjum Þórs og Keflavíkur í efstu deild á heimavelli Þórsara hafa orðið þessi:
2003 |
Þór- Keflavík |
1-1 | Magnús Þorsteinsson | ||
1994 |
Þór- Keflavík |
3-4 | Sverrir Þór Sverrissonn 2 Ragnar Margeirsson Óli Þór Magnússon | ||
1993 |
Þór- Keflavík |
1-1 | Óli Þór Magnússon | ||
1989 |
Þór- Keflavík |
2-2 | Ingvar Guðmundsson Freyr Sverrisson | ||
1988 |
Þór- Keflavík |
2-2 | Grétar Einarsson Sigurður Björgvinsson | ||
1987 |
Þór- Keflavík |
2-2 | Peter Farrell Óli Þór Magnússon | ||
1986 |
Þór- Keflavík |
3-2 | Freyr Sverrisson Einar Ásbjörn Ólafsson | ||
1985 |
Þór- Keflavík |
1-0 | |||
1984 |
Þór- Keflavík |
0-0 | |||
1983 |
Þór- Keflavík |
2-0 | |||
1977 |
Þór - Keflavík |
1-2 | Ómar Ingvarsson Ólafur Júlíusson |