Knattspyrna | 3. janúar 2005
Þórarinn æfir hjá Aberdeen
Þórarinn Kristjánsson er floginn til Skotlands þar sem hann mun æfa með skoska úrvalsdeildarliðinu Aberdeen til 11. janúar. Engin tilboð hafa borist vegna annarra æfingaferða Þórarins, til Aalesund og Bryne í Noregi. Einnig fór hann til S-Kóreu og ekkert hefur heyrst frá þeim enn.