Fréttir

Knattspyrna | 16. júlí 2004

Þórarinn í 100 leikja klúbbinn

Þórarinn Kristjánsson spilaði sinn 100. leik fyrir Keflavík í efstu deild gegn KA og hélt upp á það með að skora sigurmarkið úr vítaspyrnu.  Í þessum 100 leikjum hefur piltur skorað 29 mörk.  Við óskum Þórarni til hamingju með þennan áfanga.