Fréttir

Knattspyrna | 28. febrúar 2005

Þórarinn meiddur í Aberdeen

Okkar maður í skosku knattspyrnunni, Þórarinn Kristjánsson, meiddist á ökkla í leik með varaliði Aberdeen.  Í samtali við Þórarinn sagði hann undirrituðum að honum, Sóleyju og Gabríel Lar liði mjög vel og byggju í góðu húsi um 15 mínútna akstur frá æfingasvæði félagsins.  Fótboltalega hefði honum gengið mjög vel, hann hefur spilað 3 leiki með aðalliðinu og var meðal annars í byrjunarliðinu á móti Dunfernlime.  Við munum birta fréttir af Þórarni og öðrum okkar leikmönnum erlendis hér á heimasíðuni í ríkari mæli en verið hefur.  Við óskum eftir því við þá sem eru í sambandi við okkar menn erlendis að leggja okkur til fréttir því við erum stoltir af okkar mönnum erlendis. Ási

Mynd: Af heimasíðu Aberdeen