Þórarinn og Hörður til S-Kóreu
Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson fljúga á morgun til S-Kóreu þar sem þeir verða til reynslu hjá Busan Icons sem leikur í atvinnumannadeildinni þar í landi. Liðið er eitt af þeim öflugustu í S-Kóreu og hefur fjórum sinnum orðið meistari, 1984, 1987, 1991 og 1997. Þeir piltar eru væntanlegir heim 9. desember.
Þess má geta að það er orðið nokkuð ljóst að fari Þórarinn ekki í atvinnumennsku mun hann leika með Keflavík næsta sumar en nokkur íslensk lið hafa sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig.
Hörður og Þórarinn voru í sviðsljósinu í bikarúrslitaleiknum í haust og sáu um að skora mörkin.
(Myndir: Jón Örvar Arason)