Fréttir

Knattspyrna | 10. janúar 2005

Þórarinn til Aberdeen

Þórarinn Kristjánsson fyrrverandi leikmaður Keflavíkur er farinn til skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen og gert við þá 6 mánaða samning með möguleika á tveggja ára framlengingu.  Þórarinn hafði lofað Keflavík því að ef hann næði ekki samningi við erlent lið myndi hann spila fyrir Keflavík 2005, það eru því enn möguleikar á því að Þórarinn spili með okkur næsta sumar.  Þórarinn hefur spilað með meistaraflokki frá því að hann var 15 ára en þá kom hann inn á í leik Keflavíkur á móti ÍBV og skoraði jöfnunarmark Keflavíkur.  Markið tryggði liðinu áframhaldandi veru í efstu deild og Þórarinn fékk viðurnefnið Bjargvætturinn.  Hann var strax lunkinn við að skora og hefur síðustu tímabil hefur verið einn helsti markaskorari Keflavíkur og að sjálfsögðu er eftirsjá í slíkum leikmanni. Við Keflvíkingar þökkum Þórarni samstarfið og óskum honum og fjölskyldu alls hins besta á nýjum vettvangi og vonandi að Skotarnir fái ástæðu til að skella nýju bjargvættarnafni á kappann sem fyrst.

Þórarinn í úrslitaleik bikarkeppninnar gegn KA en kappinn skoraði tvö mörk í leiknum.
(Mynd: Jón Övar Arason)