Fréttir

Þorvaldur þjálfar Keflavík
Knattspyrna | 10. október 2015

Þorvaldur þjálfar Keflavík

Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Keflavík til næstu tveggja ára. 

Þorvaldur hefur mikla reynslu sem þjálfari og er núverandi þjálfari U-19 landsliðs karla.  Hann þjálfaði síðast lið HK en hafði áður þjálfað hjá KA, Fjarðabyggð, Fram og ÍA.  Þorvaldur lék á sínum tíma með KA og Fram og var atvinnumaður um árabil.  Hann á að baki 41 landsleik með A-liði Íslands og skoraði í þeim 7 mörk.

Knattspyrnudeild Keflavíkur er mjög ánægð með hafa fengið Þorvald til Keflavíkur og býður hann hjartanlega velkominn til starfa.

Myndir: Jón Örvar