Þrenna Magnúsar dugði ekki gegn Þór
Þór sigraði Keflavík 4-3 í Lengjubikarnum þegar liðin mættust í Boganum á Akureyri á sunnudaginn. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem skoraði öll mörk Keflavíkur á glæsilegan hátt.
Gott lið Þórsara byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á 7. mínútu þegar Jóhann Helgi Hannesson skoraði gott mark. Magnús Sverrir jafnaði á 25. minútu og strax á eftir fengum við dauðafæri en ekki vildi boltinn inn. Staðan var því jöfn í hálfleik, 1-1.
Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Magnús Sverrir okkar mönnum yfir með laglegu marki. Þórsarar jöfnuðu fljótlega og komust svo yfir með mörkum frá Dávid Disztl og Þorsteini Ingasyni. Enn og aftur skoraði Magnús Sverrir og jafnaði í 3-3 þegar um 10 mínútur voru eftir. Þór skoraði svo sigurmarkið örfáum mínútum fyrir leikslok þegar Sigurður Marinó Kristjánsson stakk sér laglega inn fyrir vörnina og skoraði örugglega.
KR er á toppi riðilsins með 9 stig, Þór, ÍA og Breiðablik með eru með 6 stig, Keflavík og Grótta 4 stig, Selfoss 3 stig og KA ekkert.
Næsti leikur við KR er í Reykjaneshöllinni laugardaginn 19. mars kl. 16:00 .
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Kristinn Björnsson, Einar Orri Einarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Andri Steinn Birgisson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Magnús Þórir Matthíasson, Guðmundur Steinarsson og Grétar Ólafur Hjartarson.
Varamenn sem allir komu við sögu í seinni hálfleik: Árni Freyr Ásgeirsson, Frans Elvarsson, Ísak Þórðarson, Bojan Stefán Ljubicic, Viktor Smári Hafsteinsson, Hilmar Geir Eiðsson og Magnús Þór Magnússon.
Byrjunarlið Keflavíkur.
Magnús Sverrir. Myndin er ekki tekin í leiknum gegn Þór...
(Myndir: Jón Örvar)