Fréttir

Knattspyrna | 16. júlí 2007

Þreytt jafntefli gegn KR

Keflavík missti enn af mikilvægum stigum í toppbaráttu Landsbankadeildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn KR á heimavelli.  Leikurinn var ekki vel spilaður af hálfu okkar manna þó hann væri svo sannarlega leikinn við toppaðstæður.  Leikmenn skunduðu um fagurgrænan Keflavíkurvöll í blíðskaparveðri fyrir framan fjölda stuðningsmanna beggja liða.  Okkar menn náðu sér aldrei almennilega á strik og voru heppnir að sleppa með jafna stöðu í hálfleik eftir að Ómar varði vítaspyrnu Rúnars Kristinssonar.  Á 78. mínútu náði Keflavík hins vegar forystunni með marki frá Símun en stuttu seinna jafnaði Björgólfur Takefusa fyrir gestina og þar við sat.  Eftir leikinn er Keflavík enn í 3. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 10 leiki en í fyrra var liðið komið með 14 stig eftir jafnmarga leiki.  KR-ingar sitja enn á botni deildarinnar og eru nú með 6 stig eftir 10 leiki.

Næst er komið að Evrópukeppninni en danska liðið FC Midtjylland mætir á Keflavíkurvöll á fimmtudaginn kl. 19:15.


Morgunblaðið
Keflvíkingar misstu þar með af kærkomnu tækifæri til að minnka forskot FH-inga niður í þrjú stig, og það var Guðmundur Viðar Mete, varnarmaður Keflavíkur, ósáttur með. „Þetta eru rosaleg vonbrigði fyrir okkur því fyrir leikinn ætluðum við okkur meira. En miðað við okkar spilamennsku þá áttum við ekki meira skilið, því mér fannst jafnræði með liðunum og lítið að gerast í leiknum,“ sagði Guðmundur Viðar. Eins og áður segir hélt KR-liðið sig til baka á vellinum og beitti skyndisóknum. Guðmundur sagði Keflavíkurliðið hafa skort hraða og áræði til að bregðast við því. „Það er alltaf erfitt að spila gegn liðum sem spila aftarlega og leikmenn virtust of þreyttir og einbeitingarlitlir til að takast á við það,“ sagði Guðmundur Viðar.
Hann batt vörn Keflavíkur ágætlega saman, ásamt Nicolai Jörgensen, auk þess sem Ómar var traustur á bakvið þá. Miðverðir og markvörður KR áttu einnig prýðis leik, auk þess sem Eggert Rafn, hægri bakvörður, stóð sig frábærlega gegn einum besta vængmanni deildarinnar, markaskoraranum Símun Eiler Samuelsen.
M:
Ómar, Guðmundur Mete, Nicolai, Baldur, Símun.

Fréttablaðið
KR fékk víti á 35. mínútu þegar brotið var á Kristni Magnússyni. Ómar Jóhannsson varði arfaslaka spyrnu Rúnars Kristinssonar auðveldlega og markalaust í leikhléi.  Það var KR sem stýrði umferðinni fyrri hluta síðari hálfleiks en örvæntingarfullir Keflvíkingar voru nánast búnir að leggja niður vopnin í sókninni en blessunarlega fyrir heimamenn stóð vörnin vaktina ágætlega. Heimamenn hresstust síðan um miðjan hálfleikinn og komust yfir ellefu mínútum fyrir leikslok þegar Simun átti frábært skot sem hafnaði neðst í markhorninu. Gott mark hjá Færeyingnum sem hafði nákvæmlega ekkert komist áleiðis þar til hann skoraði.

Ómar Jóhannsson 7, Guðjón Antoníusson 5, 8, Guðmundur Mete 7, Nicolai Jörgensen 7, Branko Milicevic 6, Marco Kotilainen 4, Hallgrímur Jónasson 4 (Högni Helgason -), Baldur Sigurðsson 7, Símun Samuelsen 5, Þórarinn Kristjánsson 2 (Einar Orri Einarsson 4), Guðmundur Steinarsson 4.
Maður leiksins: Baldur Sigurðsson.

Víkurfréttir
Keflvíkingar voru umtalsvert betri aðilinn í fyrri háfleik en vantaði herslumuninn fyrir framan markið.

Í síðari hálfleik mættu Fylkismenn mun frískari til leiks og nutu meðbyrsins. Þeir áttu nokkrar ágætar sóknir en varnarmenn Keflvíkinga voru vel á verði sem og Ómar Jóhannsson sem átti stórleik í markinu.

Það var hins vegar færeyski töframaðurinn Símun Samúelsen sem sneri leiknum aftur við þegar hann skoraði laglegt mark á 61. mínútu. Keflvíkingar höfðu sótt stíft þegar Jónas lyfti knettinum inn á teiginn þar sem Símun tók við honum og renndi framhjá Fjalari og í netið.

Fótbolti.net
Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leik Keflvíkinga og KR á Keflavíkurvelli í kvöld en leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Keflvíkingar urðu að vinna til að halda í við FH og Val en KR ingar þurftu á sigri að halda í botnbaráttunni. KR-ingar hafa átt í miklum vandræðum með Keflvíkinga hingað til.  Teitur Þórðarson heldur áfram að treysta á ungu strákana en lið Keflvíkinga var hinsvegar mjög hefðbundið í kvöld.

Keflvíkingar færðu lið sitt framar og sóknarþungi þeirra bar árangur á 78. mínútu þegar Baldur Sigurðsson átti skot sem varnarmenn KR komust fyrir, boltinn barst til Simun Samuelsen sem þrumaði boltanum í netið úr miðjum vítateig KR inga.

Gras.is
Baldur Sigurðsson, fyrirliða Keflavíkur var gríðarlega svekktur með að taka ekki öll þrjú stigin gegn KR í Landsbankadeildinni í kvöld. Hann segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og KR sem pakkar allan leikinn í vörn.

Þú hlýtur að vera svekktur að fá ekki öll stigin hér í kvöld?
Já er gríðarlega svekktur. Við erum komnir 1-0. yfir og 10. mínútur eftir af leiknum og við áttum að vinna þennan leik.

Er eitthvað andleysi yfir liðinu núna?
Nei það er ekki svo. Þetta er gríðarlega erfiðir leikir í deildinni. Það eru ekki nema 2-3. lið sem eru ekki að leika þennan leik að pakka bara í vörn og það kúnst að skora á móti svoleiðis liðum. En okkur tókst það samt í kvöld en við áttum að halda hreinu og vinna þennan leik.

Lögðu þig leikinn svona upp?
Já við lögðum upp með það að við vissum að við þurftum eitt mark til að vinna.  Þetta hefur hingað til gengið upp hjá okkur en svo fáum við þetta mark á okkur.

Það hefði jafnað toppbaráttunna með sigri og þá hefðu þið ógnað FH-ingum?  Hvernig lítur þú á framhaldið, finnst þér vera stígandi í liðinu?
Ekki kannski stígandi eins og staðan er núna. það er rétt það hefði verið gott að vinna og koma sér þægilega fyrir, fyrir aftan FH. Það er Evrópuleikur næst og svo eigum við FH og við verðum bara að sýna þá að við erum verðugir andstæðingar.


Keflavíkurvöllur, Landsbankadeildin, 15. júlí 2007

Keflavík 1 (Símun Samuelsen 79.)
KR 1 (Björgólfur Takefusa 82.)
Keflavík (4-4-2):
Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Nicolai Jörgensen, Branko Milicevic - Marco Kotilainen, Baldur Sigurðsson, Hallgrímur Jónasson (Högni Helgason 84.), Símun Samuelsen - Þórarinn Kristjánsson (Einar Orri Einarsson 61.), Guðmundur Steinarsson
Varamenn: Bjarki Freyr Guðmundsson, Garðar Eðvaldsson, Þorsteinn Georgsson, Sigurbjörn Hafþórsson, Davíð Örn Hallgrímsson.

Dómari: Jóhannes Valgeirsson.
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Sverrir Gunnar Pálmason.
Eftirlitsmaður: Guðmundur Sigurðsson.

Áhorfendur: 2330.




Símun kemur Keflavík yfir með góðu skoti úr teignum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)