Fréttir

Knattspyrna | 25. júní 2003

Þriðjungur búinn; spáin og staðan

Þegar sex umferðum er lokið af keppninni í 1. deild er þriðjungur búinn af mótinu.  Keflavík er í efsta sætinu með 15 stig og hefur þriggja stiga forskot á Víking sem situr í öðru sæti.  Það er fróðlegt að skoða hvernig liðunum hefur gengið miðað við spá þjálfara liðanna sem var birt rétt fyrir mótið.

Staðan
1.   Keflavík (-)
2.   Víkingur (+2)
3.   Þór (-1)
4.   HK (+5)
5.   Njarðvík (+3)
6.   Afturelding (+1)
7.   Breiðablik (-4)
8.   Haukar (-3)
9.   Leiftur/Dalvík (+1)
10. Stjarnan (-4) 

Stig
15
12
11
8
8
8
7
5
4
3

    Spá þjálfaranna
1.   Keflavík
2.   Þór A.
3.   Breiðablik
4.   Víkingur
5.   Haukar
6.   Stjarnan
7.   Afturelding
8.   Njarðvík
9.   HK
10. Leiftur/Dalvík

Stig
80
73
59
55
42
40
33
31
26

Innan svig á eftir stöðu liðanna í deildinni kemur fram hve mörgum sætum munar á stöðu liðanna nú frá spánni frá í vor.  Að sjálfsögðu er þetta aðeins til gamans gert og auðvitað munar ekki mörgum stigum á liðunum í deildinni þannig að lið geta færst til um mörg sæti við hvern leik.  Það er þó ljóst að eina liðið sem er í sama sæti og þjálfararnir höfði spáð er Keflavík sem er í efsta sætinu!