Þrír í U-18 ára landsliðinu
Keflavík á þrjá leikmenn í U-18 ára landsliði karla sem tekur þátt í Svíþjóðarmótinu sem sem leikið verður dagana 20.-24. júlí. Mótherjar Íslands í þessu móti eru, auk heimamanna, Noregur og Wales. Þjálfari liðsins er Kristinn Rúnar Jónsson og hann er með þrjá af okkar ungu og efnilegu leikmönnum í sínum hópi. Það eru þeir Eyþór Ingi Einarsson, Theodór Guðni Halldórsson og Ásgrímur Rúnarsson. Þeir eru allir fæddir 1993 og spila með 2. flokki. Við óskum strákunum góðs gengis í mótinu.
Eyþór Ingi, Theodór Guðni og Ásgrímur.
(Mynd: Jón Örvar)