Fréttir

Knattspyrna | 15. desember 2004

Þrír Keflvíkingar í landsliðsúrtaki

Um s.l. helgi fóru fram úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliði Íslands, í Fífunni og Egilshöll, undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðsins.  Í þessum úrtakshópi voru þrír Keflvíkingar, þeir Björgvin Magnússon, Einar Orri Einarsson og Viktor Guðnason.  Aðeins eitt félag, Fylkir, átti fleiri pilta í þessum hópi.  Piltarnir eru allir í 3. flokki Keflavíkur og eru þarna á ferðinni stórefnilegir piltar sem fróðlegt verður að fylgjast með á komandi árum.  Þar sem piltarnir voru á landsliðsæfingum um helgina voru þeir ekki með félögum sínum í Keflavíkurliðinu í Víkurásmótinu á laugardaginn.