Fréttir

Knattspyrna | 26. janúar 2005

Þrír Keflvíkingar í landsliðsúrtaki

Þrír Keflvíkingar voru valdir í landsliðsúrtak fyrir U-17 ára og U-19 ára landslið karla.  Æfingar fara fram í Reykjaneshöll og Egilshöll um næstu helgi en alls eru 57 leikmenn boðaðir til æfinga að þessu sinni.  Ólafur Jón Jónsson var valinn í U-19 ára hópinn að þessu sinni og þeir Einar Orri Einarsson og Björgvin Magnússon í U-17 ára liðið.  Þetta eru ánægjulegar fréttir og við óskum strákunum góðs gengis.


Ólafur Jón skrifaði undir leikmannasamning við Keflavík fyrir helgi og er nú valinn í úrtakshóp
U-19 ára landsliðsins.  Nóg að gera hjá þessum strákum! (Mynd: Axel Sigurbjörnsson)