Þrír leikmenn Keflavíkur taka þátt í landsleik
Keflavík á þrjá leikmenn í landsliðum Íslands og Serbíu sem leika á morgun, fimmtudag 21. júní kl.21:15, á Laugardagsvelli. Þetta eru Guðný Petrína Þórðardóttir og serbensku leikmennirnir Vesna Smiljovic og Danka Padovac. Ísland hefur byrjað mjög vel og sigrað Grikki 0-3 og Frakland 1-0. Serbía sigraði Slovena 0-5. Það er ánægjulegt að sjá þessa leikmenn frá Keflavík taka þátt í verkefni landsliðanna.
ÞÞ
Vesna Smiljovic er að leika sitt þriðja tímabil fyrir Keflavík.
Danka Padovac er á sínu öðru ári hjá Keflavík.
Guðný í leik gegn Fylki á dögunum.
Myndir: Víkurfréttir