Knattspyrna | 25. júní 2003
Þrír sigrar og eitt tap gegn Gróttu:
Keflavíkurpiltar í 5. flokki léku í dag gegn Gróttu á Íslandsmótinu, leikið var á Aðalvellinum við Hringbraut. A-liðið sigraði 4 - 3 með þremur mörkum frá Ingimari Rafni Ómarssyni og einu marki frá Þorgergi Geirssyni. Leiknum hjá B-liðinu lauk með 2 - 4 tapi eftir að hafa leitt 2 - 0 í hálfleik! Mörkin gerður Sigurbergur Elísson og Magnús Þór Magnússon. C-liðið var í miklum markaham og innbyrtu mjög svo öruggan sigur, 9 - 4. Mörkin gerðu Bergþór Árni Pálsson 2, Sigurður Vignir Guðmundsson 2, Bojan Stefán Ljubicic 2, Viktor Smári Hafsteinsson, Trausti Örvar Jónsson og Luis Diogo Amaro Da Silva Cruz. Leikur D-liðsins var jafn og spennandi en þar sigraði Keflavík 2 - 1. Bæði mörk Keflavíkur gerði Pálmar Sigurpálsson. Næsta verkefni piltanna í 5. flokki er
Esso mótið á Akureyri sem fram fer dagana 2. - 5. júlí.