Þrír „Keflvíkingar“ í landsliðinu
Þrír fyrrum leikmenn Keflavíkur eru í landsliðshópi Ísland fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM 2006. Þeir Haraldur Guðmundsson, Stefán Gíslason og Hjálmar Jónsson eru allir í hópnum að þessu sinni. Það er sérstaklega ánægjulegt að Haraldur er nú valinn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta sinn. Við eigum hann auðvitað þó hann leiki nú með Aalesund í Noregi. Norðmennirnir eru greinilega líka stoltir af stráknum og sögðu strax frá valinu á heimasíðu félagsins! Halli hefur verið að leika feykivel í norsku deildinni og hefur fylgt eftir frábæru tímabili með Keflavík í fyrra sem endaði auðvitað með bikarmeistaratitlinum. Við óskum strákunum öllum til hamingju með valið og vitum að þeir standa sig vel.
„Það er bara tímaspursmál hvenær þeir velja mig í þetta landslið“.
Halli spjallar við Samúel Örn eftir bikarúrslitaleikinn.
(Mynd: Jón Örvar Arason)