Fréttir

Knattspyrna | 23. júní 2005

Þrjár breytingar gegn Fylki

Þrjár breytingar verða á leikmannahópi Keflavíkur fyrir leikinn gegn Fylki í kvöld.  Ómar Jóhannsson, Issa Abdulkadir og Atli Rúnar Hólmbergsson koma inn í hópinn en Guðmundur Þórðarson, Gestur Gylfason og Sigþór Snorrason detta út.  Ómar er búinn að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum gegn ÍA og kemur aftur inn í hópinn en Gestur getur ekki leikið vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bikarleiknum gegn Fjölni.  Reiknað er með að hann verði aftur orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Fram á sunnudaginn. 
Hópurinn er því þannig skipaður:

Ómar Jóhannsson
Magnús Þormar
Guðjón Antoníusson
Michael Johansson
Branko Milicevic
Ásgrímur Albertsson
Issa Abdulkadir
Baldur Sigurðsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Jónas Sævarsson
Bjarni Sæmundsson
Atli Rúnar Hólmbergsson
Stefán Örn Arnarson
Gunnar Hilmar Kristinsson
Hörður Sveinsson
Guðmundur Steinarsson