Þrjár kókosbollur og ein kók...
Það er erfitt að vera þjálfari hjá liði í efstu deild og hvað þá þegar liðið er á toppnum í deildinni. Fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur fékk Kristján þjálfari Guðmundsson fjölda áskorana í þá veru að ef Keflavík sigraði leikinn þyrfti hann að innbyrða þrjár kókosbollur og þamba eina kók í leiðinni. Kristján tók þessari áskorun eins og toppþjálfara sæmir og var ekki ekki í vandræðum með bollurnar. Hann torgaði þeim eins og ekkert væri, þambaði kókið og mætti svo nokkru seinna í fiskinn sem Grindavík bauð upp á eftir leik Það sá ekki á kappanum en heyrst hefur að Rósa kona hans hafi ekki verið ánægð enda Kristján annálaður matmaður á heilsufæði. Við birtum hér stutta myndasyrpu frá þessum mikla atburði og eru myndirnar birtar að kröfu einhverra innan félagsins sem eru greinilega eitthvað vantrúaðir á að Kristján hafi staðið við stóru orðin. Við vörum við því að myndirnar eru ekki við hæfi ungra barna og viðkvæmra.
Myndir: Jón Örvar