Fréttir

Knattspyrna | 11. október 2005

Þrjár stúlkur í landsliðsúrtaki

Þrjár stúlkur úr 3. flokki Keflavíkur hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum U-17 ára landsliðs Íslands.  Það eru þær Anna Rún Jóhannsdóttir, Eva Kristinsdóttir og Helena Rós Þórólfsdóttir.  Þær voru valdar í 35 stúlkna hóp sem æfir um næstu helgi undir stjórn Ernu Þorleifsdóttur.  Við óskum stúlkunum velfarnaðar og vitum að þær verða sér og félagi sínu til sóma.


Þær Anna Rún, Eva og Helena Rós leika með 3. flokki sem náði fínum árangri í sumar.