Þróttar-leikurinn hjá Sportmönnum
Sælir Sportmenn,
Þá er komið að næsta heimaleik okkar manna en þetta er leikur sem átti að vera í byrjun júlí en var flýtt vegna Evrópukeppninnar. Að þessu sinni mætum við Gunna Odds og félögum í Þrótti. Keflavík er sem stendur í 6. sæti með 14 stig en Þróttarar eru með 5 stig í 11. sæti. Þetta er því mikilvægur leikur hjá okkar mönnum og ljóst að ekkert annað en sigur kemur til greina ef við ætlum að halda okkur réttu megin við miðjuna. Í dag erum við bara tveimur stigum frá 2. sætinu. Við hvetjum alla til að mæta enda ekki heimaleikur hjá okkar mönnum í Pepsí-deildinni fyrr en 23. júlí. Leikurinn byrjar kl. 19:15 og munu Sportmenn hittast eins og venjulega í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut og mun húsið opna kl. 18:00. Kristján mun fara yfir leikinn eins og venjulega. Gísli Eyjólfsson valdi sitt draumalið síðast og kemur það hér að neðan. Næstur í röðinni er svo Rúnar Arnarson (fyrrverandi formaður) og mun hann velja sitt draumalið. Það verður fróðlegt að sjá hvort Bói verði valinn í liðið hjá honum.
Eins og menn muna þá fórum við í gang með spurningaleik fyrir síðasta leik. Vegna fjölda áskorana ætlum við aðeins að breyta fyrirkomulaginu og á þann hátt að menn fá lengri tíma til að svara. Spurningunni sem við hentum fram fyrir síðasta leik verður því hægt að skila inn fyrir leikinn gegn Þrótti. En spurningin var "Nefnið 8 bræður (bræðrapör) sem hafa spila opinberan leik fyrir Keflavík?" Það eru engar sérstakar reglur í þessu, menn mega tala sín á milli og eins geta menn flett upp í gömlum bókum. Enda er þetta meira til gamans gert og eru allir velkomnir að vera með í þessum leik. Við verðum með svarblöð sem hægt verður að fylla út fyrir leikinn. Það verður svo dregið úr réttum svörum við tækifæri. Sá sem er svo dreginn upp úr kassanum og er með rétt svar vinnur svo 30% af pottinum en hvert svar kostar kr. 500. Kiddi Guðbrands mun semja nýja spurningu fyrir leikinn gegn Þrótti sem verður svo hægt að skila inn á næsta heimaleik. Vona að þetta skiljist sæmilega.
Áfram Keflavík
kv, Sigmar Scheving
Draumalið Gísla Eyjólfs (4-4-2)
Steini Ólafs | ||||
Guðjón Guðjóns | Valþór | Gísli E. | Óskar Færseth | |
Óli Júll | Siggi Björgvins | Gísli Torfa | Einar Ásbjörn | |
Raggi M. | Steinar Jó. | |||
Þjálfari: | Guðni Kjartans (Kjartan Sigtryggs) |
|||
Varamenn: | Steini Bjarna Gunni Odds Óli Þór Ingvar Guðmundsson Jói Magg |
|||
Aðrir nefndir: | Rúnar Georgs Gestur Gylfa Skúli Rósants Jón Örvar Maggi Garðars Siffi Sveins |
Þórir Sigfússon |