Fréttir

Knattspyrna | 13. október 2011

Til foreldra barna sem æfa knattspyrnu hjá Keflavík

Við viljum byrja á að þakka þeim foreldrum sem brugðust skjótt við og skráðu börn sín inn í nýja skráningar- og greiðslukerfið NORI en eins og þið vonandi vitið öll  þá var það tekið upp nú í haust.

Allir iðkendur þurfa að vera skráðir inn í nýja kerfið.  Æfingar hófust 26. september og var gefinn frestur til 20. okt. til að skrá iðkendur.  Sú dagsetning nálgast óðum.  Ef barn hefur ekki verið skráð fyrir þessa dagsetningu  getur það ekki mætt á æfingar fyrr en það hefur verið skráð inn. Það er ekki frítt fyrsta mánuðinn og við teljum að þeir sem voru að byrja nú í haust séu búnir að sjá hvort þeir ætla að vera með í vetur eða ekki. Við hvetjum þá sem ekki hafa skráð börn sín að gera það strax.  Skráningin fer fram á netinu á heimasíðu Keflavíkur. Þar er krækja inn á NORI (K merkið vinstra megin á síðunni). Á Keflavíkursíðunni eru einnig leiðbeiningar.  Einnig er hægt að hafa samband við undirritaða í síma 8634627 eða með tölvupósti netfang: rgunn@fss.is ef einhverjar spurningar vakna.

f.h. Barna- og unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur 
Ragnheiður Gunnarsdóttir