Til foreldra iðkenda
Kæru foreldrar/forráðamenn,
Barna- og unglingaráð knattspyrnu í Keflavík stendur frammi fyrir töluverðri fjölgun í yngri flokkum, sem er hið besta mál. Einnig hafa orðið óvænt forföll í þjálfarahópnum okkar sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á æfingar iðkenda.
Í ljósi þessa hefur Barna- og unglingaráð verið að leita ráða bæði hvað varðar pláss í Reykjaneshöllinni ásamt því að fjölga í þjálfarahópnum.
Unnið er að ráðningu nýs yfirþjálfara ásamt þjálfara sem verður í Reykjaneshöllinni hluta úr degi til þess að aðstoða í yngstu flokkunum. Einnig fáum við aðstoðarfólk úr 3. og 4.flokki drengja og stúlkna.
Við biðjum foreldra/forráðamenn að sýna biðlund meðan unnið er að lausnum á þessum málum. Við vonumst til þess að málin skýrist á allra næstu dögum a.m.k. hvað fjölgun í þjálfarahópnum varðar.
Virðingarfyllst,
Barna- og unglingaráð knattspyrnu í Keflavík