Fréttir

Knattspyrna | 13. desember 2011

Tilboð - 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu

Keflvíkingum er boðið að tryggja sér bækurnar 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu, fyrra og seinna bindið, samtals 896 blaðsíður á góðu verði:

Stök bók    kr.  6.800.
Bæði bindin kr. 13.600.

Hægt er að tvískipta greiðslu.

Fyrra bindið, 384 blaðsíður, hefur að geyma knattspyrnuna á Íslandi frá upphafi til 1965.  Seinna bindið, 512 blaðsíður, hefst árið 1966 og lýkur á hundruðasta Íslandsmótinu 2011.  Báðar bækurnar hafa fengið 5 stjörnur í Morgunblaðinu, sem segir verkið afrek í heimildavinnu. "Ótrúlega yfirgripsmikið, frágangur frábær og lesning stórskemmtileg. Ríkulega myndskreytt, uppfullt af skemmtilegum og ævintýralegum sögum, og forvitnileg tölfræði um alla bók."

Kaupendur geta fengið verkið áritað af höfundi, Sigmundi Ó. Steinarssyni.

Þeir sem hafa áhuga að tryggja sér eintak eru beðnir um að hafa samband í síma 421-5188 og láta vita hvað þeir vilja. Síðan geta þeir sótt verkið í félagsheimili Keflavíkur við Sunnubraut mánudaginn 19. desember milli kl. 13:00 - 16:00 eða eftir nánara samkomulagi.  Bækurnar verða þá tilbúnar í poka.

Þegar pantað er þarf að velja::
- Fyrra bindið.
- Síðara bindið.
- Bæði bindin (Í belti/opin askja).
- Árituð.
- Tvískipta greiðslu.