Eins og fram hefur komið er Haraldur Guðmundsson við æfingar hjá svissneska liðinu FC Zürich. Liðið hefur nú gert Keflavík tilboð um kaup á kappanum og eru samningaviðræður hafnar milli félaganna. Tilboðinu verður svarað í dag eða á morgun. Allt er þó óljóst um framhald málsins en það skýrist væntanlega á næstu dögum.