Fréttir

Knattspyrna | 16. maí 2005

Tilbúnir í slaginn eftir Hveragerðisferð!

Strákarnir í meistaraflokknum voru í Hveragerði um helgina við æfingar og lögðu á ráðin fyrir Íslandsmótið sem hefst í kvöld.  Farið var austur seinni part föstudags og síðan komu menn sér vel fyrir á Hótel Örk.  Eftir mat var farið í gönguferð um Hveragerði undir leiðsögn hins geðþekka þjálfara Keflavíkurliðsins, Kristjáns Guðmundssonar.  Á laugardagsmorgunn var brunað á æfingu til Þorlákshafnar og eftir hádegi var æft í Hveragerði.  Á sunnudagsmorguninn var svo æft kl. 9:30 í Þorlákshöfn.  Aðstaðan á Hótel Örk er alveg til fyrirmyndar og maturinn var góður og rann vel niður í maga leikmanna.  Kristján þjálfari og þeir Jón Örvar og Stefano Marsella voru mjög ánægðir með ferðina, sem og leikmennirnir allir.  Falur sá um auma ökkla og hélt mönnum í standi alla ferðina og svo sáu þeir Dói og Óskar um að leikmenn vantaði hvorki íþróttagalla né vatn á æfingunum.  Góð ferð sem vonandi á eftir að skila sér.

Myndir: Jón Örvar Arason


Ómar, Atli, Steini og Ólafur Jón í morgunmat.


Sigþór í morgunmat (og í rétta búningnum!).


Brian að tapa í tölvuleiknum!


Ási var bara nokkuð klár í snókernum.


Bói tók sig vel út með kjuðann.


Guðjón með þetta líka myndarlega skegg.


Ómar, Jónas og Gummi láta sér líða vel yfir sjónvarpinu.


Vel fylgst með á æfingu.


Hvað ætli sé í gangi þarna?