Fréttir

Knattspyrna | 16. júní 2006

Tilkynning frá Sportmönnum

Heil og sæl.

Þá er komið að fyrsta Evrópulleiknum á Íslandi í ár en á morgun, laugardaginn 17. júní, mun Keflavík taka á móti Dungannon Swifts FC frá N-Írlandi á heimavelli sínum.  Leikurinn, sem er liður í UEFA Intertoto Cup 2006 og fyrri viðureign liðanna, hefst kl. 17.00.  Líkt og fyrir aðra heimaleiki verður hitað upp í Holtaskóla fyrir leik. Dagskrá hefst kl. 16.00 og er eftirfarandi:
  • Ávarp formanns
  • David Mills, aðalnjósnari Newcastle Utd, ávarpar Sportmenn
  • Kristján þjálfari kemur í heimsókn
  • Orðið laust
Kaffi og meðlæti á boðstólum.

Mikilvægt er að allir mæti stundvíslega til að dagskrá geti hafist á réttum tíma þar sem tíminn verður naumur einkum og sér í lagi þar sem við þurfum að vera mættir út á völl vel fyrir kl. 17.00 vegna strangra reglna UEFA varðandi göngu keppnisliða inn á völlinn.  Vinsamlegast athugið að Sportmannakortin gilda ekki á Evrópuleiki.

Mætum vel og höldum þjóðhátíðardaginn hátíðlegan með því styðja strákana.  Ef vel tekst til aukum við líkur á að liðið komist áfram og þá gætu nýir og spennandi möguleikar opnast.

Stjórnin.