Fréttir

Knattspyrna | 30. maí 2005

Tippari 4. umferðar - Óli Þór Magnússon

Óli Þór Magnússon tók að sér að svara nokkrum spurningum og spá fyrir fjórðu umferð, njótið vel.  Þið afsakið að ég hafi ekki náð að setja þetta inn í gær fyrir leik KR og FH.

1. Hvernig fannst þér knattspyrnan í fyrstu umferðum Íslandsmótsins?
Bara nokkuð góð, það var minnsta kosti skorað mikið að mörkum.  Keflavík er búið að spila vel, sérstaklega hafa síðustu tveir leikir verið góðir og úrslitin úr fyrsta leiknum gáfu ekki rétta mynd af leiknum.  Góð barátta hjá okkar mönnum.

2. Einhver úrslit sem komu þér á óvart í síðustu umferð?
Eiginlega ekki, kannski að Valur hafi unnið Fylki, en annað var eftir bókinni, sérstaklega Keflavík - KR !

3. Hvaða leikmaður okkar var bestur á móti KR?
Mér fannst þér allir vera standa sig vel og eiga lof skilið.  Ef ég ætti að taka einhvern út úr þá myndi ég nefna írska leikmanninn í vörninni (leikmaður sem við megum ekki missa) og Guðmund Steinarsson sem hefur þroskast mikið sem liðs-leikmaður.

4. Hvernig spáir þú leikjunum í næstu umferð?
a.  KR-FH: 1-3
b. Grindavík-ÍBV: 2-1
c. ÍA-Fylkir: 1-1
d. Valur-Fram: 2-2
e. Þróttur-Keflavík: 1-2

5. Er eitthvað lið sem hefur komið þér á óvart?
Kannski Valur og hvað Þróttur hafa verið slakir.

6. Hvað viltu sjá gerast hjá Keflavíkurliðinu í sumar og hjá stuðningsmönnum?
Allt fyrir ofan fallsætin er ég sáttur við, miðað við þennan fámenna, unga og brothætta leikmannahóp sem við erum með.  Við verðum að gera okkur ljóst að við misstum fjóra lykilmenn í vetur (Tóta, Stebba, Zoran og Halla) og síðan erum við búinn að missa Ingva út sumarið.  Við stuðningsmennirnir verðum að standa fast bakvið þessa ungu menn (Gestur Gylfa og Co) í blíðu og stríðu.  Ég hef ekki áhyggjur af að stuðningsmenn styðji ekki við bakið á okkar mönnum því ég hef reynslu af því þegar ég fékk þann heiður að spila fyrir þennan frábæra klúbb að við eigum bestu stuðningsmenn landsins þegar á reynir.

7. Eftirminnilegasta atvikið á Keflavíkurleik?
Það eru ansi mörg skemmtileg og eftirminnileg atvik kringum Hólmbert Friðjónsson þjálfara sem þjálfaði mig á 9. áratugnum.  Það mætti skrifa heila bók um þennan frábæra þjálfara. 

Enn fremur var skemmtilegt atvik þegar við spiluðum við varalið Man. Utd. í keppnisferð á Englandi 1987.  Við vorum að tapa 6-0 og lítið eftir af leiknum og Jói bróðir klobbaði Jesper Olsen og sneri sér síðan við og skellihló að honum og í kjölfarið fórum við allir að hlæja.  Ef Man. Utd. hafi ekki hugsað þá: Hvaða sveitalubbar eru þetta eiginlega!

8. Hvaða samherjar þínir eru eftirminnilegastir?
Það er erfitt að taka einhvern leikmann út úr því ég hef notið þeirra gæfu að spila með einstökum mönnum og haft frábæra þjálfara eins og t.d. Hólmbert Friðjóns, Karl Hermanns, Guðna Kjartans, Kjartans Másson og Hauk Hafsteins.  Og ekki má gleyma fólkinu á bakvið þetta allt eins og t.d. Jóa Ellerts, Bigga Runn og Rúnar Lúðvíks svo einhverjir séu nefndir.  Ef ég tek einverja leikmenn út úr:

Markmaður: Þorsteinn Bjarnason, frábær markmaður, félagi og liðsmaður.

Varnamaður: Gísli Torfason var fenginn viku fyrir mót 1981 þegar við spiluðum í gömlu 2. deildinni til að laga varnarleikin hjá okkur sem Guðni Kjartans þjálfari var ekki sáttur við hjá okkur.  Þessi ótrúlegi maður spilaði allt sumarið þó hann hefði ekki fæturna lengur í þetta og var okkar besti maður.  Einstakur liðsmaður sem kenndi mér að fótboltinn er 80% hugafarið.

Miðjumenn: Hér verð ég  að nefna fjóra ólíka leikmenn með ólíka skapgerð sem höfðu mikill áhrif á mig: Ólaf Júlíusson, Sigga Björgvins, Gunnar Odds og Einar Ásbjörn.  Þetta er einmitt snilld liðsíþróttar að samhæfa ólíka einstaklinga og nýta kosti þeirra til að búa til sterka liðsheild svo allir vinni að sama markmiðinu sem þjálfari setur. 

Sóknarmenn: Hér verð ég að nefna Steinar Jóhanns og Ragnar Margeirs.  Ég spilaði allan minn feril frá yngi flokkum með Ragnari og ég get fullyrt að þar var á ferðinni einhver hæfasti knattspyrnumaður Íslands.

9. Hvaða ár spáir þú að Íslandsmeistaratitillin fari á loft í Keflavík næst?
Erfitt að segja um það þegar við höfum ekki sama fjármagn á bakvið okkur og t.d. KR og FH.  Þetta snýst því miður orðið of mikið um peninga í dag.

10.   Er einhver munur á fótboltanum í dag og þegar þú varst að raða inn boltunum?  Umgjörðin eða spilið sjálft?
Ég held að umgjörðin og fótboltalega séð sé þetta svipað, en félagskiptareglur, lán á leikmönnum og fl. nýjungar hafi dregið úr félagshollustu.  Það heyrði til undartekninga að leikmenn skiptu um lið fyrir 10-15 árum.

Ég  vill þakka Óla Þór kærlega fyrir og vonandi verður hann sannspár um Keflavíkurleikinn.

Rúnar I. Hannah

Stuðningsmannasíða Keflavíkur