Titill hjá 4. flokki í 7 manna liðum
Nú er orðið ljóst að það kemur a.m.k. einn Íslandsmeistaratitill til Keflavíkur í sumar en piltarnir í 4. flokki sáu til þess um helgina. Þeir urðu þá Íslandsmeistarar í keppni 7 manna liða en í sumar hafa þeir tekið þátt í þeirri keppni jafnhliða hinu hefðbundna Íslandsmóti 11 manna liða. Við óskum piltunum og aðstandendum liðsins til hamingju með tititilinn en þjálfarar flokksins eru þeir Zoran Daníel Ljubibic og Haukur Benediktsson.
Piltarnir í 4. flokki með bikarinn.
(Mynd: Jón Örvar)