Fréttir

Knattspyrna | 2. júní 2008

Titilvörnin hefst í dag

Íslandsmeistarar Keflavíkur í eldri flokki hefja titilvörn sína kl. 18:00 í dag, mánudaginn 2. júní, þegar þeir sækja Valsmenn heim að Hlíðarenda.  Sú breyting er á keppni í eldri flokki í ár að keppt er á 7 manna velli í stað 11 manna velli í fyrra.  Illa hefur gengið hjá mörgum liðum að manna lið sín s.l. ár og mikið verið um frestanir af þeim sökum.  Það fóru því nokkur lið þess á leit við KSÍ að breyta fyrirkomulaginu sem og var gert.  Við Keflvíkingar erum þó ekki sáttir við þá ákvörðun, hefðum heldur viljað spila á stórum velli, en því verður ekki breytt. 

Lið Keflavíkur hefur styrkt leikmannahóp sinn fyrir tímabilið og stefna að sjálfsögðu á það að verja Íslandsmeistaratitilinn.  Tveir Keflvíkingar sem hafa leikið með þeim „Grænu“ s.l. ár hafa skipt yfir í Keflavík.  En þetta eru reynsluboltarnir Sverrir Þór Sverrisson og Snorri Már Jónsson, bjóðum við þá velkomna HEIM.

ÁFRAM KEFLAVÍK !!!


Íslandsmeistarar Keflavíkur í eldri flokki 2007.