Titilvörnin hefst í dag
Íslandsmeistarar Keflavíkur í eldri flokki hefja titilvörn sína kl. 18:00 í dag, mánudaginn 2. júní, þegar þeir sækja Valsmenn heim að Hlíðarenda. Sú breyting er á keppni í eldri flokki í ár að keppt er á 7 manna velli í stað 11 manna velli í fyrra. Illa hefur gengið hjá mörgum liðum að manna lið sín s.l. ár og mikið verið um frestanir af þeim sökum. Það fóru því nokkur lið þess á leit við KSÍ að breyta fyrirkomulaginu sem og var gert. Við Keflvíkingar erum þó ekki sáttir við þá ákvörðun, hefðum heldur viljað spila á stórum velli, en því verður ekki breytt. ÁFRAM KEFLAVÍK !!!
|