Fréttir

Knattspyrna | 15. júlí 2008

TM styrkir Keflavík

Gengið hefur verið frá styrktarsamning á milli TM - Tryggingarmiðstöðvarinnar og Keflavíkur í knattspyrnu til næstu þriggja ára.  TM gerist þar með einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks og færir Keflavík þeim bestu þakkir fyrir.  Það var Anna María Sveinsdóttir, svæðisstjóri Suðurlands, sem undirritaði samninginn fyrir hönd TM.


Anna María Sveinsdóttir ásamt Þórði Þorbjörnssyni, stjórnarmanni meistaraflokksráðs kvenna, við undirskrift samningsins.  Fyrir aftan standa leikmenn meistaraflokks kvenna: Danka Podovac, Inga Lára Jónsdóttir og Lilja Íris Gunnarsdóttir.