Fréttir

TÖLFRÆÐI: Sumarið hjá Keflavík í 1. deild kvenna
Knattspyrna | 30. ágúst 2012

TÖLFRÆÐI: Sumarið hjá Keflavík í 1. deild kvenna

Kvennalið Keflavíkur lék í B-riðli 1. deildar í sumar en það var þriðja sumarið í röð sem liðið okkar leikur í næstefstu deild.  Við tefldum fram tiltölulega ungu liði í sumar sem var nær eingöngu skipað heimastúlkum.  Engir erlendir leikmenn léku með liðinu eins og hjá fleiri félögum í riðlinum en mun færri útlendingar léku í deildinni en oft áður.  Liðið lauk keppni í neðri hluta riðilsins en síðustu tvö sumur komst liðið í úrslitakeppni 1. deildarinnar en tapaði í undanúrslitum.

Átta lið léku í riðlinum og tvo efstu liðin leika síðan í úrslitakeppni um sæti í efstu deild.  Fram og HK/Víkingur höfðu töluverða yfirburði og tryggðu sér tvö efstu sætin nokkuð örugglega, önnur lið voru á svipuðum slóðum en Álftanes rak lestina.  Svo fór að Keflavík lauk keppni í 6. sæti riðilsins með 15 stig; vann þrjá leiki, gerði sex jafntefli og tapaði fimm leikjum.  Markatalan var 17-21.


Aðeins einn leikmaður tók þátt í öllum 14 leikjum liðsins í deildinni og það var við hæfi að það var fyrirliðinn Karitas Ingimarsdóttir.  Enda er Karitas langelsti og reyndasti leikmaður liðsins, orðin 27 ára gömul.  Þegar tölurnar um fjölda leikja eru skoðaðar er rétt að hafa í huga að fyrirkomulagið í 1. deild kvenna er þannig að fimm leikmenn eru á bekknum í hverjum leik og þeir mega allir koma inn á.

Leikmaður    Leikir       Byrjaði       Fór út af      Kom inn á    Var á bekknum
Karitas Ingimarsdóttir 14 12 3 2  
Eydís Ösp Haraldsdóttir 13 13      
Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir 13 13 1    
Fanney Þórunn Kristinsdóttir 12 12 3    
Margrét Ingþórsdóttir 12 11   1 1
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir 12 10 2 2  
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir 12 10 4 2  
Hafdís Mjöll Pálmadóttir 11 8 6 3 1
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir 11 8 6 3  
Ólina Ýr Björnsdóttir 11 3 3 8 1
Anna Helga Ólafsdóttir 10 9 5 1  
Hulda Matthíasdóttir 10 4   6 2
Heiða Helgudóttir 8 4 2 4 1
Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir 8 3 1 5  
Andrea Ósk Frímannsdóttir 7 7 2    
Anna Rún Jóhannsdóttir 7 6 2 1  
Sigríður Sigurðardóttir 7 4 3 3 2
Kristrún Ýr Hólm 6 5 1 1  
Íris Björk Rúnarsdóttir 6 5 3 1  
Dagmar Þráinsdóttir 5 5 1    
Signý Jóna Bjarnveigardóttir 5 2 1 3 3
Jóhanna Kristinsdóttir 3     3  
Telma Rún Rúnarsdóttir         6
Íris Eir Ægisdóttir         1

 

Það var Eydís Ösp Haraldsdóttir sem lék flestar mínúturnar í leikjum sumarsins.  Hún leik 13 af 14 leikjum liðsins, var inn á allan tímann og er eini leikmaður liðsins sem var með 90 mínútur að meðaltali í leik.  Þær Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir og Fanney Þórunn Kristinsdóttir koma þar á eftir.

Leikmaður Leikir Mínútur   Leikmaður Leikir Mín./leik
Eydís Ösp Haraldsdóttir 13 1170   Eydís Ösp Haraldsdóttir 13 90,0
Heiðrún Sjöfn Þorsteinsd. 13 1149   Heiðrún Sjöfn Þorsteinsd. 13 88,4
Fanney Þórunn Kristinsd. 12 1046   Fanney Þórunn Kristinsd. 12 87,2
Karitas Ingimarsdóttir 14 1035   Dagmar Þráinsdóttir 5 86,2
Margrét Ingþórsdóttir 12 945   Margrét Ingþórsdóttir 12 80,8
Arndís Snjólaug Ingvarsd. 12 909   Andrea Ósk Frímannsdóttir 7 77,9
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir 12 903   Arndís Snjólaug Ingvarsd. 12 75,8
Anna Helga Ólafsdóttir 10 691   Kristrún Ýr Hólm 6 75,5
Hafdís Mjöll Pálmadóttir 11 637   Sigurrós Eir Guðmundsdóttir 12 75,3
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir 11 573   Karitas Ingimarsdóttir 14 73,9
Andrea Ósk Frímannsdóttir 7 545   Anna Rún Jóhannsdóttir 7 73,6
Anna Rún Jóhannsdóttir 7 515   Anna Helga Ólafsdóttir 10 69,1
Hulda Matthíasdóttir 10 506   Íris Björk Rúnarsdóttir 6 64,3
Kristrún Ýr Hólm 6 453   Hafdís Mjöll Pálmadóttir 11 57,9
Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir 8 449   Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir 8 56,1
Heiða Helgudóttir 8 445   Sigríður Sigurðardóttir 7 56,0
Dagmar Þráinsdóttir 5 431   Heiða Helgudóttir 8 55,6
Sigríður Sigurðardóttir 7 392   Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir 11 52,1
Íris Björk Rúnarsdóttir 6 386   Hulda Matthíasdóttir 10 50,6
Ólina Ýr Björnsdóttir 11 355   Signý Jóna Bjarnveigardóttir 5 37,2
Signý Jóna Bjarnveigardóttir 5 186   Jóhanna Kristinsdóttir 3 33,0
Jóhanna Kristinsdóttir 3 99   Ólina Ýr Björnsdóttir 11 32,3
Telma Rún Rúnarsdóttir - -   Telma Rún Rúnarsdóttir - -
Íris Eir Ægisdóttir - -   Íris Eir Ægisdóttir - -


Þá er komið að því að skoða það sem leikmenn tóku sér helst fyrir hendur í leikjum sumarsins.  Liðið skoraði 17 mörk í sumar og þar af var eitt sjálfsmark andstæðinga.  Meðalskorið í leikjunum fjórtan var 1,2-1,5.  Keflavík gerði m.a. tvö markalaus jafntefli í sumar en alls voru gerð þrjú markalaus jafntefli í 56 leikjum í riðlinum.

Það voru ellefu leikmenn sem skoruðu þau 16 mörk sem liðið gerði í sumar.  Karitas Ingimarsdóttir og Fanney Þórunn Kristinsdóttir gerðu þrjú mörk hvor, Dagmar Þráinsdóttir gerði tvö og átta aðrar gerðu eitt mark hver.

Liðið fékk 10 gul spjöld í sumar og þar fengu Andrea Ósk Frímannsdóttir og Margrét Ingþórsdóttir tvö hvor.  Auk þess leit eitt raut spjald dagsins ljós en það var Anna Rún Jóhannsdóttir sem fékk það í heimaleik gegn HK/Vikingum.
 

Leikmaður Mörk           Leikmaður Gul spjöld
Fanney Þórunn Kristinsdóttir 3   Andrea Ósk Frímannsdóttir 2
Karitas Ingimarsdóttir 3   Margrét Ingþórsdóttir 2
Dagmar Þráinsdóttir 2   Eydís Ösp Haraldsdóttir 1
Andrea Ósk Frímannsdóttir 1   Fanney Þórunn Kristinsdóttir 1
Anna Helga Ólafsdóttir 1   Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir 1
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir 1   Hulda Matthíasdóttir 1
Eydís Ösp Haraldsdóttir 1   Ólina Ýr Björnsdóttir 1
Hafdís Mjöll Pálmadóttir 1   Sigurrós Eir Guðmundsdóttir 1
Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir 1      
Hulda Matthíasdóttir 1   Leikmaður Rauð spjöld
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir 1   Anna Rún Jóhannsdóttir 1
Sjálfsmark andstæðinga 1