Tómas í U-19 ára liðinu
Tómas Óskarsson hefur verið valinn í U-19 ára landsliðshópinn sem keppir tvo æfingaleiki við Wales ytra dagana 3.-6. september. Þessir leikir eru undirbúningur fyrir riðil Íslands í undankeppni EM þar sem leikið verður gegn Tyrklandi, Lettlandi og Úkraínu.
Tómas er 18 ára gamall og er fæddur og uppalinn Keflvíkingur. Hann lék með yngri flokkum félagsins og er að leika sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki. Hann hefur leikið 11 leiki í Inkasso-deildinni í sumar og tvo bikarleiki.
Við óskum Tómasi og félögum hans í landsliðinu góðs gengis en þjálfari liðsins er einmitt Þorvaldur Örlygsson.
Tómas í leik með Keflavík í sumar.
(Mynd: Jón Örvar)