Fréttir

Knattspyrna | 22. júní 2005

Töp hjá 4. flokki

Í gær tók 4. flokkur kvenna tók á móti liði Fjölnis, spilað var á Iðavöllum bæði í A- og B-liðum.

Í leik A-liðanna komu okkar stelpur engan veginn tilbúnar í þennan leik og virtust þær ekki hafa trú á sjálfum sér í fyrri hálfleik.  Liðið var að spila mjög illa að þessu sinni og þá sérstaklega í vörninni, það vantaði alla grimmd og áræðni í leik okkar.  Keflavíkurstúlkur léku á móti strekkingsvindi í fyrri hálfleik og áttu aðeins eina sókn sem eitthvað kvað að, þá áttu þær skot í þverslá eftir fína sókn.  Meira var það ekki og Fjölnir leiddi í leikhléi 4-0.

Eftir smáspjall í hléinu komu okkar stelpur þó ögn grimmari til leiks í seinni hálfleik.  Sveindís minnkaði fljótlega muninn með góðu skoti.  Við markið kveiknaði vonarneisti og fórum við að sækja meira.  Fjölnisstelpur áttu þó fínar rispur að okkar marki og eftir eina slíka, og okkar mistök, skoruðu þær mark og staðan orðin 5-1.  Okkar stelpum til hróss gáfust þær þó ekki upp og Sveindís náði að skora sitt annað mark í leiknum.  Hún bætti síðan þriðja markinu við, staðan orðin 5-3 og reyndist það verða lokastaða þessa leiks.  Það er ekki gott að segja hver úrslitin hefðu orðið í þessum leik hefðu stelpurnar mætt ákveðnari til leiks í byrjun.

4. flokkur, A-lið: Keflavík - Fjölnir: 3-5 (Sveindís Þórhallsdóttir 3)
Keflavík: Zohara, Ingibjörg, Laufey, Jóhanna, Eyrún, Sigurbjörg (F), Fanney, Berta, Jenný, Sveindís, Íris.

Í leik B-liða var við ramman reip að draga, margir leikmenn í sumarfríi og stelpur úr 5. flokki að taka stöður þeirra.  Það verður að segjast að stelpurnar úr 5. flokki eru að standa sig alveg frábærlega með 4. flokknum og mættu þær eldri taka þær sér til fyrirmyndar.  Fjölnir leiddi þó ekki nema með einu marki í hálfleik.  Í þeim seinni bættu þær við þremur mörkum til viðbótar.  Við náðum að setja á þær eitt þegar Jenný skoraði fínt mark, lokastaðan 1-4.

4. flokkur, B-lið: Keflavík - Fjölnir:1-4 (Jenný Þorsteinsdóttir)
Keflavík: Ísabella (F), Hulda, Heiða, Elísa, Kara, Marsibil, Eiríka, Bryndís, Sigurrós, Hera, Jenný.