Fréttir

Knattspyrna | 20. ágúst 2004

Töp hjá 5. flokknum

Í dag hófst úrslitakeppni Íslandsmóts 5. flokks og léku okkar strákar við FH á Framvellinum.  Ekki gekk sem best og tapaði A-liðið 2-6 þar sem Sigbergur Elísson skoraði bæði mörkin.  B-liðinu gekk aðeins betur en töpuðu þó 0-2.  Strákarnir voru þó að spila vel og var um hörkuleiki að ræða hjá báðum liðum en okkar piltum gekk einfaldlega illa að koma boltanum í markið.  Það tókst andstæðingunum betur að þessu sinni en þannig er knattspyrnan.  Keppnin heldur áfram á morgun og þá leika liðin gegn Stjörnunni og gengur vonandi betur þá.