Fréttir

Knattspyrna | 16. mars 2010

Töp í Lengjubikarnum

Okkar fólk uppskar ekki mikið úr leikjum liðinnar helgar og niðurstaðan varð tvö töp í Lengjubikarnum, þó bæði væru þau naum.  Stelpurnar léku við ÍBV á laugardag og urðu að sætta sig við 1-2 tap í Reykjaneshöllinni.  Strákarnir töpuðu 2-3 fyrir KR í hörkuleik á sunnudag en sá leikur fór fram í Egilshöll.  Það voru þeir Hörður og Guðjón Árni sem gerðu mörk Keflavíkur.

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Breiðablik á miðvikudag kl. 19:00.  Á laugardag leika svo bæði liðin okkar í Lengjubikarnum.  Strákarnir leika þá við Þrótt R. kl. 12:00 og stelpurnar mæta svo liði ÍR kl. 14:00.  Báðir leikirnir verða í Reykjaneshöllinni og það verður því nóg að gera á laugardag.