Fréttir

Knattspyrna | 19. apríl 2012

Töp í Lengjubikarnum

Liðin okkar töpuðu bæði leikjum sínum í Lengjubikarnum í vikunni.  Karlaliðið er fallið úr leik eftir að hafa tapað í 8 liða úrslitunum en kvennaliðið tapaði sínum leik í riðlakeppninni.

Stelpurnar léku við Fram á útivelli á þriðjudagskvöld og máttu sætta sig við 1-4 tap.  Liðið gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum og er því með eitt stig eftir tvo leiki.  Næsti leikur er gegn ÍA í Reykjaneshöllinni á laugardaginn kl. 14:00.

Karlaliðið mætti Breiðablik í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins og tapaði 1-2.  Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni og var æsispennandi.  Árni Vilhjálmsson kom gestunum yfir fimmtán mínútum fyrir leikslok en Guðmundur Steinarsson jafnaði skömmu síðar.  Því þurfti að grípa til framlengingar og ekki var langt liðið af henni þegar Ómar markvörður Jóhannsson var rekinn af velli fyrir að brjóta á framherja Blikanna.  Það var svo Haukur Baldvinsson sem tryggði Breiðablik sigur og sæti í undanúrslitum keppninnar.  Þátttöku Keflavíkur er því lokið í keppninni þetta árið en hópurinn verður við æfingar í Vík í Mýrdal um helgina.


Byrjunaliðið gegn Breiðablik.
(Mynd: Jón Örvar)