Fréttir

Knattspyrna | 24. júlí 2005

Toppbarátta hjá 2. flokki

Í gær vann 2. flokkur góðan sigur á Þór Akureyri.  Leikurinn fór fram á Keflavíkurvelli og lauk með 3-0 sigri Keflavíkurliðsins.  Okkar strákar byrjuðu leikinn af feiknakrafti og voru komnir þremur mörkum yfir eftir hálftíma leik.  Brynjar Þór Magnússon, Benedikt Hauksson og Davíð Örn Hallgrímsson sáu um að gera mörkin.  Eftir það jafnaðist leikurinn nokkuð og tókst hvorugu liðinu að bæta við marki.  Keflavík er nú 2. sæti B-riðils á Íslandsmótinu, aðeins stigi á eftir Stjörnunni og tveimur stigum á undan HK.  Það er því hörð barátta framundan um sæti í A-riðli að ári.  Næsta verkefni piltanna er hins vegar æfinga- og keppnisferð til Spánar.

Mynd: Davíð Örn skoraði þriðja markið í leiknum.