Fréttir

Knattspyrna | 27. ágúst 2008

Toppsætið hjá 2. flokki

Keflvíkingar eru komnir á toppinn í B-deild 2. flokks eftir góðan sigur á Val í gærkvöldi, 4-2.  Liðin eru núna jöfn að stigum en Keflavík er með mun betri markatölu.  Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 2-0 með mörkum frá Viktori Guðnasyni og Viktori Gíslasyni.  En Valsmenn neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik.

Mikil barátta var í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en stutt var til leiksloka að Magnús Þórir Matthíasson skoraði glæsilegt mark og staðan orðin 3-2.  Það var svo Bessi Víðisson sem innsiglaði sigurinn með góðu marki alveg í lokin en Bessi kom inn á í seinni hálfleik.

Þetta var gríðalega mikilvægur sigur hjá strákunum sem eru komnir á toppinn þegar tvær umferðir eru eftir.  Gísli Heiðarsson, þjálfari strákanna, er að gera mjög góða hluti með liðið og á svo sannarlega hrós skilið.  Nú er bara að vinna þessa tvo leiki sem eftir eru og tryggja sætið í A-deild að ári.

Myndir: Jón Örvar


Horn og mannfjöldi safnast saman við Valsmarkið.


Maggi Matt búinn að skora þriðja markið.


Bessi fagnar sínu marki.


Strákarnir fagna í leikslok.