Það verður sannkallaður toppslagur á föstudagskvöldið þegar Keflavík sækir Víking heim í leik tveggja efstu liða 1. deildar. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli kl. 20:00. Eftir góðan útisigur á Breiðabliki í síðustu umferð er Víkingur í 2. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 8 leiki en liðið hefur verið að leika prýðilega undir stjórn Skagamannsins Sigurðar Jónssonar. Keflavík er svo að sjálfsögðu í efsta sætinu með 21 stig úr 8 leikjum. Þessi leikur skiptir því miklu upp á framhaldið í deildinni og það er full ástæða til að hvetja stuðningsmenn til að fylgja strákunum til Reykjavíkur og hvetja þá til dáða eins og í fyrri útileikjum sumarsins.