Tóti bestur í ágúst?
Á dögunum var í gangi könnun á síðunni um hvaða leikmaður hefði staðið sig best í ágúst. Vegna uppfærslu á vefumsjónarkerfinu varð könnunin fremur endasleppt en þegar hún datt út hafði Þórarinn nokkur Kristjánsson örugga forystu. Því verður gripið til þess ráðs að útnefna kappann leikmann ágústmánaðar enda var drengurinn að leika vel með 6 mörk í 5 leikjum liðsins í ágúst. Þórarinn var reyndar einnig valinn besti leikmaður júnímánaðar; Jónas hlaut kosningu fyrir júlí og Guðjón í maí.