Fréttir

Knattspyrna | 29. apríl 2005

Toyota-mót 8. flokks

N.k. laugardag fer fram síðasta vetrarmótið hjá Barna- og unglingaráði Knattspyrnudeildar Keflavíkur, Toyota - mótið.  Að þessu sinni eru það allra yngstu iðkendurnir sem spreyta sig í Reykjaneshöllinni, þ.e. 8. flokkur, sem eru 4-6 ára krakkar.  Þetta er í fyrsta sinn sem Keflavík heldur mót fyrir svo unga iðkendur og er um nokkurs konar „tilraunastarfsemi“ að ræða.  Mótið hefst kl. 10 á laugardagsmorguninn og lýkur með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu um kl. 12.  Þátttökulið í mótinu eru: Keflavík, ÍR, Þróttur Reykjavík og FH.