Fréttir

Knattspyrna | 14. mars 2005

Tveir góðir í Reykjaneshöllinni

Tveir fyrrverandi þjálfarar Keflavíkurliðsins voru í Reykjaneshöllinni með lið sín í deildarbikarnum nú um helgina.  Þetta voru þeir Gunnar Oddsson með Reyni Sandgerði og Gústaf Adolf Björnsson með Selfoss.  Fór vel á með þeim félögum og voru hinir hressustu að vanda.  Að sjálfsögðu unnu lið þeirra Gunnars og Gústafs sína leiki.  Lið Reynis vann ÍH 3-1 og Selfoss burstaði Bolungarvík 8-2.  Við óskum þeim félögum góðs gengis í sumar.