Tveir Keflvíkingar í U-17 ára úrtaki
Tveir piltar frá Keflavík taka nú þátt í úrtaksæfingum U-17 ára landsliðsins. Það eru þeir Einar Orri Einarsson og Viktor Guðnason sem eru í hópi Lúkasar Kostic og æfa með hópnum um helgina. Við óskum strákunum að sjálfsögðu góðs gengis um helgina og vonum að þeir haldi áfram á sömu braut.
Einar Orri Einarsson og Viktor Guðnason.
(Myndir: Jón Örvar Arason)