Fréttir

Knattspyrna | 29. maí 2006

Tveir Keflvíkingar í u-21 árs liði Íslands

Þeir Magnús Þormar og Baldur Sigurðsson hafa verið valdir í Íslenska landsliðið U-21 árs, sem mætir Andorra á Akranesvelli fimmtudaginn 1.júní. Leikurinn er senni leikur þjóðanna og er leikið um sæti í riðlakeppni EM 2007. Fyrri leik þjóðanna lauk með jafntefli 0-0. Sigurvegari þessarar viðureignar fer í riðlakeppni EM 2007 og mun leika í riðli með Ítölum og Austurríkismönnum. Þjálfari liðsins er Lúkas Kostic. Við óskum þeim Magnúsi og Baldri góðs gengis í baráttunni sem framundan er.

 

JÖA